Aðsendar greinarMiðstjórn Framsóknarflokksins ályktaði harkalega gegn þriðja orkupakkanum og krafðist undanþágu frá honum

Ritstjórn Fréttatímanns4 mánuðir síðan7 min

 

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, brá fyrir sig tilvitnun í XXX Rottweiler Hunda og ljóðagerð Erps Eyvindarsonar á Miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, þegar hann skaut föstum skotum á Miðflokkinn. Sagði hann blasa við öllum hvers vegna liðsmenn Miðflokksins hefðu ekki átt samleið með Framsókn og vitnaði þar í málefni um orkupakka þrjú og öfluga málsvörn Miðflokksins gegn innleiðingu hans.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins

Það er alveg rétt að mörgu leiti hjá Sigurði að gjá er á milli þessara flokka, þegar að málefni eru skoðuð eins og t.d. er lúta að orkupakka þrjú sem að formaður Framsóknarflokksins vill endilega samþykkja gegn vilja miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem að ályktaði á sínum tíma, harkalega gegn orkupakkanum og krafðist undanþágu frá honum.

Framsóknarflokkurinn var stofnaður af bændum á sínum tíma, flokkurinn hefur oft tekið ranga stefnu og ákvarðanir í gegnum tíðina, hann var t.d. á móti því að sími yrði tekinn í notkun á Íslandi á sínum tíma. Núna vill hann innleiða orkupakkana alla eins og þeir leggja sig og láta ESB stjórna raforkuverði á Íslandi og þá er úti um garðyrkjubændur og fleiri, sem að treysta á raforkuverð á Íslandi. Þegar raforkuverðið hækkar hér eftir innleiðingu orkupakkanna, fara allir garðyrkjubændur á Íslandi lóðbeint á hausinn.

Þá segir Sigurður Ingi sem að hlustar ekki á miðstjórn Framsóknarflokksins, að það séu svo margir fyrirvarar sem að tryggi okkur hér. (Fyrirvarar sem að Norðmenn hafa ekki einu sinni fengið samþykkta hjá ESB). Þar með þurfa þeir sem að byggi lífsafkomu sína á t.d. garðyrkju engu að kvíða ef að marka má hina ósamþykktu fyrirvara.

Hrátt innflutt kjöt, þar sem að engir fyrirvarar héldu – Sömu fyrirvarar og eru um orkupakkana

Á sama tíma og við á mölinni og bændur, þurfum að éta ofan í okkur hrátt innflutt kjöt frá ESB sem að átti ekki að fá að flæða óheft inn í landið vegna sömu fyrirvara og er verið að bera fyrir sig varðandi orkupakka-klúðrið. Þá flýtur Framsóknarflokkurinn að feygðarósi og hagsmunir bænda og almennings með, hinu sökkvandi skipi flokksins.

„Því er ekki að leyna að hart hefur verið sótt að okkur af því klofningsbroti sem átti ekki lengur samleið með okkur,“ sagði Sigurður Ingi og gerði grín að Miðflokknum vegna málsvarnar flokksins gegn innleiðingu orkupakka þrjú og sakaði þingmennina um fordæmalaust og innihaldslaust málþóf.

Með þessum orðum er formaður Framsóknarflokksins að dæma skoðanir og ályktanir miðstjórnar síns eigin flokks sem fordæma- og innihaldslausar.

Formaðurinn dásamaði á fundinum að ESB pakkinn yrði samþykktur og fullyrti að ekkert muni breytast hér á landi við innleiðingu orkupakkans, utan að eftirlitshlutverk Orkustofnunar muni styrkjast og hagsmunir íslenskra neytenda þannig betur tryggðir.

Hugsið þessi orð formanns Framsóknarflokksins, þegar þið japplið á innfluttu hráu kjöti, ásamt öllum þeim fyrirvörum sem að það var blessað með, í næstu máltíð ykkar og veltið þessum málum aðeins fyrir ykkur, sjálfstætt. Og vinnubrögunum sem að notuð eru, við að láta okkur éta ofan í okkur hlutina, með erlendu og innlendu valdi og hagsmunum fjármálaafla, sama hvort okkur líkar betur eða verr.

Góðar stundir, Jón Guðmundsson, f.v. framkv.stjóri

 

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.