FréttirInnlentForysta SÁÁ endurkjörin á aðalfundi

Ritstjórn Fréttatímanns2 mánuðir síðan2 min

 

Arnþór Jónsson var endurkjörinn formaður SÁÁ með öllum greiddum atkvæðum á fyrsta fundi nýrrar stjórnar sem haldinn var strax að loknum aðalfundi samtakanna fimmtudaginn 6. júní. Framkvæmdastjórn samtakanna er óbreytt frá síðasta starfsári. Starfsárið 2019-2020 er stjórnin skipuð 22 konum og 26 körlum.

Framkvæmdastjórn SÁÁ starfsárið 2019-2020 var kjörin á aðalfundi þann 6. júní 2019 og er skipuð eftirtöldum:

Arnþór Jónsson, formaður
Heiður Gunnarsdóttir, varaformaður
Björn Logi Þórarinsson
Hekla Jósepsdóttir
Jón H. B. Snorrason
Sigurður Friðriksson
Erla Björg Sigurðardóttir
Bjarni Sigurðsson
Einar Hermannsson

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.