FréttirInnlent10% starfa auglýst án staðsetningar hjá ríkinu árið 2024

Ritstjórn Fréttatímanns6 mánuðir síðan3 min

 

Ríkisstjórnin hefur að tillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra samþykkt að skipa verkefnahóp til að undirbúa átak á vegum Stjórnarráðsins að skilgreina störf í ráðuneytum og stofnunum þess og auglýsa þau án staðsetningar eins og kostur er. Er þetta í takt við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar og stefnumarkandi byggðaáætlun.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir mikilvægt að fjölga fjölbreyttum störfum á vegum hins opinbera um land allt. „Með nútímasamskiptatækni er hægt að vinna fjölmörg störf hvar sem er án vandkvæða. Markmiðið er að skapa betri tækifæri til atvinnu um allt land og jafna búsetuskilyrði,“ segir ráðherra.

Auglýsing

Verkefnahópnum er ætlað að skila tillögu til ríkisstjórnar um sameiginlega aðgerðaáætlun um framkvæmd verkefnisins fyrir lok þessa árs. Í hópnum munu sitja fulltrúar allra ráðuneyta en framkvæmdastjórn verkefnisins er á ábyrgð fulltrúa forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarstjórnarráðuneytis.

10% starfa án staðsetningar árið 2024
Fjallað er nánar um verkefnið „Störf án staðsetningar“ í stefnumarkandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024, sem samþykkt var af Alþingi í júní 2018. Þar voru sett fram þau viðmið er 5% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum verði án sérstakrar staðsetningar fyrir árslok 2019 og í árslok 2024 verði 10% auglýstra starfa án staðsetningar.

Byggðastofnun hefur gert árlega könnun á staðsetningu starfa á vegum ríkisins frá árinu 2014 sem sýnir að hlutfall stöðugilda á vegum ríkisins í samanburði við íbúafjölda er hæst á höfuðborgarsvæðinu (7,8%) en lægst á Vesturlandi (5,1%) og Suðurlandi (5%).

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Paypal og er í bandarískum dollar.