FréttirInnlentHiti 10 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi

Ritstjórn Fréttatímanns2 mánuðir síðan2 min

 

Veðurhorfur á landinu
Austan 3-8 m/s á morgun, en 8-13 með suðurströndinni. Skýjað að mestu og skúrir á víð og dreif, en þurrt og bjart norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.  Spá gerð: 08.07.2019 21:49. Gildir til: 10.07.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðaustan og austan 5-10, en 10-15 syðst á landinu. Rigning með köflum um landið sunnanvert, hiti 10 til 15 stig. Þurrt og bjart norðantil með hita að 20 stigum.

Á fimmtudag:
Breytileg átt 3-10. Bjart með köflum norðan og vestanlands, en líkur á skúrum síðdegis. Hiti 13 til 20 stig. Súld á Suðausturlandi og Austfjörðum og svalara.

Á föstudag og laugardag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað, en úrkomulítið. Hiti 11 til 15 stig. Bjart á köflum á Norður- og Austurlandi og stöku skúrir síðdegis, hiti að 20 stigum.

Á sunnudag:
Sunnanátt með súld og rigningu, en þurrt og hlýtt norðaustantil á landinu.

Á mánudag:
Útlit fyrir suðaustanátt og minnkandi úrkomu. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 08.07.2019 20:08. Gildir til: 15.07.2019 12:00.

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum Paypal og eru í Bandaríkjadollar. Unnið er að því setja upp styrki í íslenskri mynt.