FréttirInnlentMilljarðahagnaður tryggingafélaga – Hæstu iðgjöld á Íslandi

Ritstjórn Fréttatímanns4 mánuðir síðan2 min

 

Hagnaður tryggingafélagsins VÍS fyr­ir skatta verði um 3.300 millj­ón­ir króna í ár

Útlit er fyr­ir að af­koma VÍS verði rúm­um 600 millj­ón­um hag­stæðari en af­komu­spá tryggingafé­lags­ins gerði ráð fyrir skv. til­kynn­ingu frá tryggingafé­lag­inu sem birt var á vef Kaup­hall­ar­inn­ar í gær.

Þar kemur fram að drög að árs­hluta­upp­gjöri bendi til þess að hagnaður fé­lags­ins á öðrum árs­fjórðungi fyr­ir skatta verði á bil­inu 1.400-1.450 millj­ón­ir króna, en af­komu­spá fé­lags­ins hafði gert ráð fyr­ir hagnaði fyr­ir skatta upp á 814 millj­ón­ir króna á tíma­bil­inu.

Áætl­ar tryggingafé­lagið að hagnaður árs­ins 2019 fyr­ir skatta verði um 3.300 millj­ón­ir króna.

Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort að tryggingafélagið hyggist lækka iðgjöld sín en eins og Fréttatíminn hefur áður bent á, greiða íslendingar a.m.k. tvöfalt og þrefalt meira fyrir sínar bílatryggingar en fólk t.d. á Norðurlöndum.

Fjármálaeftirlitið styður óþarfa ofur hækkanir á bílatryggingum sem eru langt umfram verðlag

Neytendur greiði fyrir tap á braski tryggingafélaganna – Uppsafnaður bótasjóður í arð til hluthafa

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.