FréttirInnlentVerðmæti sjávarafurða árið 2018 var 239,8 milljarðar króna 21,7% meiri en 2017

Ritstjórn Fréttatímanns5 mánuðir síðan2 min

 

Útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2018 var 239,8 milljarðar króna sem er 21,7% meira en árið 2017. Flutt voru út tæplega 671 þúsund tonn af sjávarafurðum sem er 61 þúsund tonni meira en árið áður.

Frystar sjávarafurðir voru 46,7% af útflutningsverðmætinu, ísaðar afurðir voru 24,9% og mjöl/lýsi um 14,3%. Af einstökum tegundum var verðmæti ísaðra þorskafurða mest eða tæpir 39,4 milljarðar króna og næst var verðmæti frysts þorsks um 35,3 milljarðar króna. Mest útflutningsverðmæti fengust vegna sölu til Bretlands 15,3% af heildarútflutningsverðmætinu og næst mest til Frakklands 11,3%, þar eftir koma Spánn, Noregur og Bandaríkin með rétt undir 10% hvert, sem eru álíka hlutföll og fyrir árið 2017.

Auglýsing

Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða, sem er samtala útflutnings og birgðabreytinga sjávarafurða, var tæplega 240 milljarðar árið 2018 sem er 22% aukning frá fyrra ári. Á föstu verðlagi jókst útflutningsframleiðsla um 24% miðað við árið 2017. Skv. upplýsingum Hagstofunnar.

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Paypal og er í bandarískum dollar.