FréttirInnlentMeira en 30 sinnum hærra veiðigjald í Færeyjum en á Íslandi

Ritstjórn Fréttatímanns4 mánuðir síðan3 min

Oddný Harðardóttir skrifar um ævintýranlegan mun á veiðigjöldum á Íslandi og í Færeyjum

Útboð á aflaheimildum hófst í fyrra í Færeyjum. Munurinn á því sem útgerðarmenn eru tilbúnir til að bjóða í hvert kg í Færeyjum og á veiðigjaldinu sem ríkisstjórnin íslenska setur upp er ævintýralegur.

Við eigum heimtingu á því að fá útskýringar á þessum mun. Íslendingar hljóta að krefjast skýringa frá ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum sem lækkuðu meira að segja veiðigjaldið í fyrra. Hér er stutt ræða um útboð í Færeyjum á makríl sem ég flutti í þinginu til að vekja athygli á málinu.

Slóð á niðurstöður síðustu útboða með niðurstöðum neðst á pdf skjölum. Hér er líka mynd með samanburði íslenskra veiðigjalda og niðurstöðum útboða í Færeyjum frá því í fyrra.

Hver er skýringing á því t.d. að útboðið á makríl skili meira en 30 sinnum fleiri krónum en veiðigjaldið sem stjórnarflokkarnir íslensku ákváðu? http://vorn.fo/index.asp…

Posted by Oddný Harðardóttir on Sunday, May 5, 2019

Nýja útibúið frá íhaldinu !

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.