FréttirInnlentMaður stunginn í Reykjavik

Ritstjórn Fréttatímanns4 mánuðir síðan2 min

 

Tilkynnt var um líkamsárás í Breiðholti í gærkvöld, um var að ræða ágreining og slagsmál milli tveggja manna og var annar með áverka ( stungusár ) á handlegg en hann vildi enga aðstoð frá lögreglu eða sjúkraliði. Maðurinn sem er grunaður um að hafa veitt áverkann var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Þá var tilkynnt um ölvaðan mann veitast að fólki við Sundhöllina, hann var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Maðurinn er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.

Auglýsing

Bifreið var stöðvuð í Hafnarfirði. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Þá var einnig stöðvuð bifreið í Breiðholti um miðnættið. Ökumaðurinn hennar er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Kópavogur. Afskipti voru höfð af tveimur ungum mönnum í kyrrstæðri bifreið. Mennirnir viðurkenndu að hafa verið að nota fíkniefni og fundust ætluð fíkniefni hjá þeim sem annar þeirra kvaðst eiga þau og er hann grunaður um sölu / dreifingu fíkniefna. Þá var bifreið stöðvuð í Kópavogi  þar sem að ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og bifreiðin var enn á nagladekkjum.

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Paypal og er í bandarískum dollar.