FréttirInnlentÞyrlan kölluð út vegna lítillar flugvélar

Ritstjórn Fréttatímanns1 mánuður síðan1 min

 

TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi vegna lítillar flugvélar sem hlekktist á í flugtaki í Svefneyjum síðdegis í dag. Tveir voru um borð. Þeir komust sjálfir út úr vélinni og sluppu óslasaðir.

TF-GRO flutti fulltrúa rannsóknarnefndar samgönguslysa á vettvang sem og lögreglumenn frá Stykkishólmi. Flugmaður og farþegi vélarinnar voru fluttir til Reykjavíkur með þyrlunni.

Þetta var annað útkall þyrlusveitarinnar í dag en laust fyrir klukkan tíu í morgun var óskað eftir þyrlu vegna veikinda á Hornströndum.

TF-GRO lenti ofan við neyðarskýlið í Hlöðuvík og flutti sjúklinginn til Reykjavíkur.

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum Paypal og eru í Bandaríkjadollar. Unnið er að því setja upp styrki í íslenskri mynt.