FréttirInnlentSuðaustan hvassviðri eða stormur (Gult ástand)

Ritstjórn Fréttatímanns3 vikur síðan4 min

 

Höfuðborgarsvæðið
Suðaustan hvassviðri eða stormur (Gult ástand) 25 ágú. kl. 15:00 – 23:00
Suðaustan hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum s.s. garðhúsgögnum og trampolínum til að forðast tjón.

Suðurland
Suðaustan hvassviðri eða stormur (Gult ástand) 25 ágú. kl. 15:00 – 26 ágú. kl. 00:00
Suðaustan hvassviðri eða stormur 15-23 m/s. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundi yfir 35 m/s, einkum undir Eyjafjöllum. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum s.s. trampolínum og garðhúsgögnum til að forðast tjón. Talsverð eða mikil rigning. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát.

Faxaflói

Suðaustan hvassviðri eða stormur (Gult ástand) 25 ágú. kl. 15:00 – 26 ágú. kl. 01:00 Hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundi yfir 30 m/s, einkum á Kjalarnesi, við Hafnarfjall og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum s.s. trampolínum og garðhúsgögnum til að forðast tjón.

Suðausturland
Talsverð eða mikil rigning. (Gult ástand) 25 ágú. kl. 15:00 – 26 ágú. kl. 10:00
Talsverð eða mikil rigning. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát.

Miðhálendið
Hvassviðri eða stormur (Gult ástand) 25 ágú. kl. 14:00 – 23:59
Hvassviðri eða stormur, 18-23 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll. Varasamar aðstæður fyrir ferðamenn og útivistarfólk. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum Paypal og eru í Bandaríkjadollar. Unnið er að því setja upp styrki í íslenskri mynt.