Garðhúsgögn og trampólín geta fokið í þessum vindstyrk

  Hugleiðingar veðurfræðings Í morgunsárið var 980 mb lægð stödd syðst á Grænlandshafi. Lægðin er enn að dýpka og færist nær okkur. Í dag gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt á Suður- og Vesturlandi með talsverðri eða jafnvel mikilli rigningu. Lausir munir geta fokið í þessum vindstyrk, t.d. garðhúsgögn og trampólín og því rétt að festa slíka hluti eða koma í skjól. Vindhviður við fjöll geta náð um eða yfir 30 m/s, t.d. við Eyjafjöll, … Halda áfram að lesa: Garðhúsgögn og trampólín geta fokið í þessum vindstyrk