FréttirInnlentJarðskjálfti mældist 4,2 að stærð

Ritstjórn Fréttatímanns1 vika síðan2 min

 

Í nótt klukkan 02:03 mældust tveir skjálftar í Bárðarbungu með tíu sekúndna millibili, sá fyrri 3,2 að stærð og sá seinni 4,2 að stærð. Engir eftirskjálftar hafa mælst en þremur mínútum fyrr varð skjálfti á sama stað af stærð 2,3. Það sem af er þessu ári hafa ellefu skjálftar stærri en 3,0 mælst í Bárðarbungu, þar af fimm stærri en 4,0. Síðast mældist skjálfti stærri en 3,0 þann 21. ágúst en þá varð skjálfti af stærð 3,5 og þar áður þann 24. júní þegar þrír skjálftar stærri en 3,0 mældust, þar af tveir stærri en 4,0.

Vikuyfirlit 26. ágúst – 1. september
Tæplega 300 jarðskjálftar voru staðsettir, með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands, í vikunni, um 70 færri en í fyrri viku. Jarðskjálftahrina var á Reykjaneshrygg. Stærsti skjálfti vikunnar var 30. ágúst kl. 01:15 á Reykjaneshrygg, 2,9 að stærð. Jarðskjálfti af stærð 2,5 var á Torfajökulssvæðinu þann 29. ágúst kl. 11:14. Ferðamenn á svæðinu töldu sig finna skjálftann.

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum Paypal og eru í Bandaríkjadollar. Unnið er að því setja upp styrki í íslenskri mynt.