FréttirInnlentGrunur um salmonellu í kjúklingi

Ritstjórn Fréttatímanns3 mánuðir síðan3 min

Hrár kjúklingur

Matvælastofnun varar við neyslu á kjúklingum merktum vörumerkjum Holta, Kjörfugls eða Krónunnar með rekjanleikanúmerunum 003-19-31-201 og 001-19-31-302. Fyrirtækið Reykjagarður ehf. hefur stöðvað dreifingu og hafið innköllun eftir greiningu salmonellu í tveimur sláturhópum í innra eftirliti fyrirtækisins.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:

Auglýsing
  • Vöruheiti: Holta, Kjörfugl eða Krónan
  • Rekjanleikanúmer: 003-19-31-201 og 001-19-31-302
  • Dreifing: Birtur verður dreifingarlisti um leið og hann berst Matvælastofnun

Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila vörunni í viðkomandi verslun eða beint til Reykjagarðs að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Tekið skal fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum er fylgt og kjúklingurinn steiktur í gegn þá er hann hættulaus neytendum. Tryggja þarf að blóðvökvi komist ekki í aðra matvöru.  Ekki liggur fyrir grunur um að aðrar afurðir hjá Reykjagarði séu mengaðar af salmonellu.

Ítarefni

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Paypal og er í bandarískum dollar.