FréttirInnlentGrunur á ný um salmonellu í ferskum kjúklingi

Ritstjórn Fréttatímanns5 dagar síðan4 min

Hrár kjúklingurMatvælastofnun varar við neyslu á kjúklingum merktum vörumerkjum Holta, Kjörfugls eða Krónunnar með rekjanleikanúmerum 001-19-32-1-16 og 012-19-31-4-03.

Í innra eftirliti með salmonellu í kjúklingaslátrun hefur á ný komið upp grunur um salmonellu í tveimur kjúklingahópum Reykjagarðs ehf. Fyrirtækið hefur stöðvað dreifingu og hafið innköllun.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vöruheiti: Holta, Kjörfugl eða Krónan
  • Rekjanleikanúmer: 001-19-32-1-16 og 012-19-31-4-03
  • Dreifing: Krónuverslanir, Kjörbúðin, Nettó, Hagkaup, SUPER1, Costco og Kaupfélag Vestur Húnvetninga

Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessum rekjanleikanúmerum eru beðnir um að skila þeim í viðkomandi verslun eða beint til Reykjagarðs að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Tekið skal fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum er fylgt og kjúklingurinn steiktur í gegn þá er hann hættulaus neytendum. Tryggja þarf að blóðvökvi komist ekki í aðra matvöru.

Á þessari stundu er uppruni smitsins óljós en gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða hjá fyrirtækinu til að hefta frekari útbreiðslu.

Ítarefni

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum Paypal og eru í Bandaríkjadollar. Unnið er að því setja upp styrki í íslenskri mynt.