FréttirInnlentJarðskjálfti af stæð 3.0 við Hvera­gerði

Ritstjórn Fréttatímanns1 mánuður síðan1 min

 

Jarðskjálfti að stæð 3.0 varð 2,4 kíló­metra suðaust­ur af Hróm­und­art­indi í ná­grenni Hvera­gerðis nú á tí­unda tím­an­um í morg­un.

Upp­tök skjálft­ans voru á 5,5 kíló­metra dýpi, en nokkr­ir minni skjálft­ar hafa riðið yfir í kjöl­farið. Stærst­ur þeirra var skjálfti upp á 1,4 stig.

Fyrr í morg­un varð skjálfti upp á 3,4 stig um 3 kíló­metra norðaust­ur af Grinda­vík. Fannst skjálft­inn í byggð. Sér­fræðing­ur á skjálfta­sviði Veður­stof­unn­ar sagði þá við mbl.is að um væri að ræða þekkt sprungu­svæði.

Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 við Grindavík

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.