FréttirInnlentHvalárvirkjum: Ákvörðun Vegagerðarinnar um veghald Ófeigsfjarðarvegar stendur

Ritstjórn Fréttatímanns3 dagar síðan4 min

 

Samgönguráðuneytið hefur úskurðað að ákvörðun Vegagerðarinnar varðandi eignarétt, veghald og vegagerð á Ófeigsfjarðarvegi (F649) frá 24. júlí skuli standa. Ráðuneytið felst á að vegurinn teljist þjóðvegur og að Vegagerðinni hafi þar með verið heimilt að fela Vesturverki ehf. tímabundið veghald vegarins með heimild í vegalögum.

Ráðuneytinu barst stjórnsýslukæra frá hluta landeigenda að Seljanesi við Ingólfsfjörð. Kærendur sögðu að þeir hefðu ekki heimilað Vegagerðinni afnot af veginum sem um ræðir, hvers veghald var framselt til Vesturverks ehf., til annarra nota en hafi á sínum tíma verið grundvöllur yfirtöku Vegagerðarinnar á veginu. Þeir mótmæltu því einnig að vegsvæðið kunni að vera allt að 12 metrar. Bent er á að enginn samningur sé um málið og Vegagerðin hafi einhliða og í kyrrþey yfirtekið veginn. Samgönguráðuneytið felst ekki á þetta og úrskurðar að Ófeigsfjarðarvegur (F649) teljist þjóðvegur eða landsvegur frá Eyri við Ingólfsfjörð að Hvalá í Ófeigsfirði. Vegagerðin sé veghaldari og hafi heimild í vegalögum til að framselja veghald tímabundið. Einnig er í úrskurðinum staðfestur sá skilningur að 12 m breitt vegsvæði teljist til vegarins sem það svæði sem nauðsynlegt er til að halda veginum við, styrkja og lagfæra og veghaldara því heimilt að sinna veghaldi innan þess svæðis.

Úrskurðurinn í heild sinni

Úrskurðurinn í heild sinni .

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum Paypal og eru í Bandaríkjadollar. Unnið er að því setja upp styrki í íslenskri mynt.