FréttirInnlentRakel Óttarsdóttir framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka hættir störfum

Ritstjórn Fréttatímanns4 dagar síðan1 min

 

Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum. Rakel hefur setið í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2011 þegar hún tók við starfi framkvæmdastjóra þróunar- og markaðssviðs. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs árið 2016. Hún mun láta af störfum föstudaginn 20. september næstkomandi.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka: „Rakel hefur starfað hjá bankanum frá árinu 2005 og í störfum sínum haft mikil áhrif á þróun bankans, ekki síst á sviði stafrænna lausna þar sem bankinn hefur verið í forystuhlutverki á undanförnum árum. Ég þakka Rakel hennar góðu störf og óska henni velfarnaðar í framtíðinni.“

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum Paypal og eru í Bandaríkjadollar. Unnið er að því setja upp styrki í íslenskri mynt.