FréttirInnlentTveir menn sviptir frelsi og beittir grófu ofbeldi í Reykjavík

Ritstjórn Fréttatímanns2 mánuðir síðan3 min

 

Fluttur með sjúkrabifreið á Bráðadeild til aðhlynningar

Klukkan 17:00 í gær tilkynnti maður um frelsissviptingu og rán. Maðurinn mun hafa verið að aka í Borgartúni er tvær manneskjur hafi sest inn í bíl hans, kona í framsæti og maður í aftursæti.

Maðurinn í aftursætinu mun hafa tekið upp eggvopn og hótað manninum. Konan fór síðan úr bifreið hans og var manninum sagt að aka á eftir bifreið konunnar og var farið í hverfi 113 þar sem ætlunin var að reyna að peningum árásarþola úr hraðbanka.

Síðan var honum sagt að aka að heimili sínu þar sem ofbeldismaðurinn fylgdi honum inn og stal lyfjum ofl. Er þeir voru á útleið aftur mun maðurinn hafa náð að loka útihurðinni á ofbeldismanninn og hringdi hann síðan í lögreglu. Málið er í rannsókn.

Skömmu síðar eða klukkan 17:24 var tilkynnt um líkamsárás í Heiðmörk við Elliðavatn. Ungur maður segir menn hafa flutt sig þangað þar sem hann var barinn með kylfu og notað úða vopn á hann. Þá var hann látin vaða út í vatnið og var orðinn kaldur þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Bráðadeild til aðhlynningar. Málið er í rannsókn.

Lögreglan fékk tilkynningu frá hóteli við Laugaveg 101 um mann í annarlegu ástandi með ónæði og hafði stolið söfnunarbauk sem hann var síðan að reyna að opna. Maðurinn var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Maðurinn lét mjög illa og reyndi að sparka frá sér. Við vistun mun lögreglukona hafa fengið munnvatn / hráka í andlitið frá manninum en hann er skráður sýktur.

 

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.