FréttirInnlent,,Ég er hættulegri en efnin sem þeir eru að taka“ – Allt vaðandi í fíkniefnum í Reykjavík

Ritstjórn Fréttatímanns3 dagar síðan7 min

.

37% aðspurðra keyptu lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði

Fíkniefnasali sem Fréttatíminn ræddi við segir ,,allt vera vaðandi í fíkniefnum í Reykjavík.“ ,,Ég er með helling af föstum kúnnum og er að selja mikið af kókaíni og er með stóran, fastan, kúnnahóp. Ég er að selja grammið af kóki á um 15.000 krónur og þá erum við að tala um gott efni, ekkert útþynnt drasl.

Ég er með marga fasta kaupendur sem eru vel borgandi og svo er ég að lána líka þeim sem ég veit að eru borgunarmenn. Þetta eru eignarmenn og jafnvel með fyrirtæki og svo aðrir sem eru í fastri vinnu og með tímanum hef ég komið upp góðu neti. Þeir vita líka að þeir komast aldrei upp með annað en að borga mér.

37% keyptu lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði. ,,Apótekin dæla þessu út í tonnavís“

Ég er hættulegri en efnin sem þeir eru að taka“ Segir heimildarmaður okkar grafalvarlegur. ,,Það er einnig verið að selja amfetamín en það er mun ódýrara og svo læknadóp eins og t.d. Contalgin sem er mikið til af á markaðnum. Apótekin dæla þessu út í tonnavís“

746 auglýsingar fyrir fíkniefni á samfélagsmiðlum

Í gær var þáttur á Rúv þar sem Snærós Sindradóttir rakst á 746 auglýsingar fyrir fíkniefni á samfélagsmiðlum á aðeins tuttugu mínútum. Snærós var umsjónarmaður söfnunarþáttarins Vaknaðu ásamt Sigmari Guðmundssyni. Í þættinum var fjallað um fíkniefnaneyslu ungmenna á Íslandi.

37% aðspurðra keypt lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði

Allt frá ársbyrjun 2000 hefur SÁÁ gert mánaðarlegar kannanir á verðlagi á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Allir innritaðir sjúklingar á sjúkrahúsinu Vogi, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnun þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt slík efni og hvað þeir greiddu fyrir efnin. Meðaltalsverð er síðan reiknað.

Niðurstöður frá upphafi er hægt að lesa í pdf-skjali hér. Skjalið hefur verið uppfært miðað við nýjustu upplýsingar í júnílok 2019.

Alls svöruðu samtals 154 einstaklingar verðkönnun á fjögurra mánaða tímabili, frá mars-júní 2019. Í ljós kom að 62% aðspurðra höfðu keypt ólögleg vímuefni/lyf, eða 95 einstaklingar. Meðalaldur þeirra var rúm 32 ár en meðalaldur hinna sem ekki höfðu keypt slík efni var 43,5 ár.

Tæp 53% höfðu keypt örvandi vímuefni, eða 81 einstaklingur. Flestir keyptu kókaín (42%) og/eða amfetamín (40%). Rúm 41% keypti kannabisefni (64), langflestir gras (39%). Alls sögðust 57 einstaklingar, eða 37% aðspurðra, hafa keypt lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði. Ellefu einstaklingar keyptu ofskynjunarlyfið LSD og 8 keyptu ketamín. Önnur lyf ganga kaupum og sölum, eins og Lyrica og Gabapentin. Um 28% aðspurðra, eða 43 einstaklingar, höfðu notað kannabisefni í rafrettur.

Á þessu fjögurra mánaða tímabili höfðu 16% aðspurðra sprautað vímuefnum í æð. Þessir einstaklingar höfðu flestir fengið nálar og sprautur í apótekum. Aðrir möguleikar voru Frú Ragnheiður, Konukot, frá vinum og annars staðar. Flestir nefndu fleiri en einn stað.

Beint í nálina – 13 ára börn eru byrjuð að sprauta sig

 

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum Paypal og eru í Bandaríkjadollar. Unnið er að því setja upp styrki í íslenskri mynt.