FréttirInnlentLögreglan upplýsir vopnað rán

Ritstjórn Fréttatímanns2 dagar síðan2 min

 

Tekist hefur að endurheimta stóran hluta af ránsfénu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst rán sem var framið í fyrirtæki í miðborginni í byrjun mánaðarins, en þar var starfsmanni ógnað og hótað með mjög grófum hætti áður en ræninginn komst undan með talsvert af reiðufé.

Sá síðarnefndi, karlmaður um þrítugt, var handtekinn fyrr í vikunni og játaði hann verknaðinn við yfirheyrslu hjá lögreglu. Starfsmanninum í fyrirtækinu var eðlilega mjög brugðið, en hann brást hárrétt við í afar erfiðum aðstæðum. Tekist hefur að endurheimta stóran hluta af ránsfénu.

Í upphafi málsins var á mjög litlu að byggja við rannsókn lögreglu, en hún lét strax kalla út sporleitarhunda til aðstoðar. Þá var farið yfir mikið af myndefni úr eftirlitsmyndavélum í miðborginni, bæði eftirlitsmyndavélum lögreglu og fyrirtækja, og það varð til þess að lögreglan fékk vísbendingar sem að lokum leiddi til handtöku ræningjans.

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum Paypal og eru í Bandaríkjadollar. Unnið er að því setja upp styrki í íslenskri mynt.