FréttirInnlentBorgarfjarðarbraut er lokuð vegna umferðarslyss

Ritstjórn Fréttatímanns1 mánuður síðan1 min

 

Borgarfjarðarbraut hjá Grjóteyri er lokuð vegna umferðarslyss og má búast við að vegurinn verði lokaður næstu klukkustund eða svo. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór einn sjúkrabíll frá höfuðborgarsvæðinu til móts við slysstaðinn til aðstoðar. Tveir sjúkrabílar komu svo úr Borgarfirði, en ekki liggur fyrir hversu margir slösuðust.

Bent er á hjáleið um Hvítárvallabrú. Frekari upplýsingar er ekki hægt að veita að svo komnu máli

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.