FréttirInnlentAri Trausti Guðmundsson brotlegur við lög sem formaður Þingvallanefndar

Ritstjórn Fréttatímanns4 vikur síðan4 min

 

Ari Trausti Guðmundsson brotlegur við lög sem formaður Þingvallanefndar

Ari Trausti Guðmundsson brotlegur við lög (ekki bara reglur) sem formaður Þingvallnefndar

,,Menn sjá oftast betur flísina í auga náungans en bjálkann í sínu eigin.“

Netheimar hafa logað vegna ummæla Ara Trausta Guðmundssonar um kosningu í um­hverfis- og sam­göngu­nefnd í dag. Þar ber flestum saman um að Ari Trausti Guðmundsson sé ekki samkvæmur sjálfum sér frekar en í kosningunni um Orkupakka 3. sem fulltrúi síns græna og vinstri flokks, Vinstri grænna. 

Komið hefur fram að Orkupakki 3 muni stórskaða íslenska garðyrkju, landbúnað, iðnað og heimili og allt atvinnulíf á Íslandi, þegar að fyrirhugaður Sæstrengur hefur verið lagður. Dr. Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi alþingismaður er ein þeirra sem ofbýður hræsni Ara Trausta Guðmundssonar. Hún lætur þung orð falla um Ara Trausta:

Dr. Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi alþingismaður er ein þeirra sem ofbýður hræsni Ara Trausta Guðmundssonar

,,Ari Trausti Guðmundsson segir í viðtali óhæft að maður sem brotið hefur siðareglur Alþingis að mati siðanefndar þingsins gegni formennsku í nefnd.

Ekki skal ég mótmæla því. Sjálfur gerðist Ari Trausti Guðmunsson brotlegur við lög (ekki bara reglur) sem formaður Þingvallanefndar, samkvæmt úrskurði kærunefndar jafnréttismála, þegar hann réði þjóðgarðsvörð á Þingvöllum.

Ari Trausti ennþá formaður Þingvallanefndar

Ari Trausti situr enn sem formaður Þingvallanefndar og virðist ekki ætla að segja af sér formennskunni. Ekki er mikil sjálfssamkvæmni þar – enda löngu vitað að menn sjá oftast betur flísina í auga náungans en bjálkann í sínu eigin.“ Segir Dr. Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi alþingismaður.

Edi Truell með 400 milljarða í sæstreng frá Íslandi til Bretlands

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.