AfþreyingInnlentViðskiptiSjávarútvegssýningin stækkar í Laugardalshöll – Viðtal við Ólaf M. Jóhannesson

Ritstjórn Fréttatímanns2 mánuðir síðan4 min
.
Sjávarútvegssýningin SJÁVARÚTVEGUR 2019/ ICELAND FISHING EXPO 2019 verður haldin í LAUGARDALSHÖLL 25. september  

Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar framkvæmdastjóra sýningarinnar hefur sýningin stækkað umtalsvert frá síðustu sýningu 2016 og mun hún nú fylla alla sali Hallarinnar : „Sýningin hefur vaxið töluvert og mikil eftirspurn hefur verið eftir sýningarsvæðum bæði frá innlendum og erlendum aðilum.

Það er ánægjulegt að sjá hversu fjölþætt sú þjónusta er sem íslenskur sjávarútvegur býr yfir. Á sýningunni verður að finna bæði stór og smá fyrirtæki er þjóna sjávarútveginum  og sýna allt það nýjasta á þessu sviði.“ Hér er viðtal við Ólaf í þættinum, Viðskipti á Hringbraut:

Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri

,,Ég hef alltaf haft sterkar taugar til sjávarútvegsins enda hefur hann fleytt okkur í gegnum boðaföll alls kyns kreppa og áfalla í gegnum áratugi. Sjávarútvegurinn er að þróast í átt til hátækniðnaðar sem má sjá í fjölbreytni fyrirtækjanna sem taka þátt í sýningunni. Tilgangur sýningarinnar er að veita   fagaðilum og áhugafólki tækifæri til að kynnast þróun og nýjungum í sjávarútvegi. Þessar jákvæðu tæknibreytingar  skipta miklu fyrir velferð íslensks samfélags. – Við opnun sýningarinnar verða veittar viðurkenningar til þeirra er hafa skarað fram úr á árinu. Þarna hefur fjölbreyttur hópur innan sjávarútvegsgeirans tækifæri til að hittast en almenningur á einnig fullt erindi á sýninguna.“ Segir Ólafur M. Jóhannesson framkvæmdastjóri. Sjávarútvegssýningin 2019 hefst miðvikudaginn 25. september og lýkur föstudaginn 27. september.

Auglýsing

Sýningin Sjávarútvegur í Laugardalshöll 25.-27.september

 

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Paypal og er í bandarískum dollar.