FréttirInnlentFjögurra vikna gæsluvarðhald

Ritstjórn Fréttatímanns1 vika síðan1 min

Karlmaður, sem er m.a. grunaður um innbrot, nytjastuld og umferðarlagabrot, var á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 1. nóvember. Er það gert á grundvelli 1.mgr. 95.gr. l.nr. 88/2008, þ.e.a.s. talið er að hann hafi rofið, í verulegum atriðum, skilyrði skilorðsbundins dóms.

Maðurinn var handtekinn í íbúð í austurborginni fyrir helgina, en áður hafði hann virt að vettugi stöðvunarmerki lögreglu annars staðar í borginni og komist undan á bifreið, en við það tækifæri var maðurinn næstum því búinn að aka á lögreglumann sem ætlaði að stöðva för hans.

Réðust á mann og rændu bíl hans ofl.

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.