ErlentFréttirFlugferðin líklega sett fæðingu af stað

Ritstjórn Fréttatímanns2 vikur síðan2 min

 

Albanska konan sem var langt gengin með barn, eða 36 vikur þegar hún var send úr landi í gær, er með mikla samdrætti og í hættu að fara af stað í fæðingu. Læknar banna konum yfirleitt að fara í flugvélar eftir 32 viku.

,,Við vorum að fá fréttir frá óléttu konunni sem var send úr landi í gær þrátt fyrir vottorð frá kvensjúkdómalækni sem mælti á móti því. Vegna langs og þreytandi ferðalags er hún núna í skoðun með mikla samdrætti og á í hættu á að fara af stað.“ Segja aðstandendur ,,Réttur Barna á Flótta.“

,,Við erum með mynd af vottorði frá læknum sem sáu um hana og hún verður nú flutt á annan spítala þar sem verið er að undirbúa fæðingu fyrirbura. Þar sem hennar fyrri fæðing var með keisara fannst læknunum mikilvægt að færa hana yfir á aðra stofnun. Ekki er víst að hún fari af stað í fæðingu en þar sem samdrættir eru svo sterkir er viðbúnaðurinn mikill. Það eina sem við getum gert er að bíða og vona það besta.“

,,Og þetta gerist á vakt tveggja ungra upplýstra kvenna í forsætis- og dómsmálaráðuneyti…“

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.