FréttirInnlentBensínsprengju kastað að bifreið í Reykjavík

Ritstjórn Fréttatímanns2 vikur síðan4 min

 

Um 70 mál hafa verið skráð í málaskrá lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17:00-05:00 Hér að neðan er stiklað á stóru úr dagbók lögreglu.

17:55 Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 108, ekki slys á fólki.

18:18 Minniháttar umferðaróhapp í hverfi 105, ökumenn aðstoðaðir við útfyllingu tjónaforms.

19:12 Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi í verslun í hverfi 104, aðili aðstoðaður við að komast leiðar sinnar.

20:40 Ökumaður stöðvaður í akstri fyrir að nota farsíma án handfrjálsbúnaðar í hverfi 104, við nánari athugun vaknaði grunur um að hann væri einnig undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ökumaður laus að lokinni sýnatöku.

20:41 Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi að ganga á akbraut í hverfi 105, aðilanum komið af götunni.

21:52 Tilkynnt um yfirstaðið innbrot í geymslur í hverfi 101, málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

23:20 Bensínsprengju kastað að kyrrstæðri mannlausri bifreið í hverfi 104, engan sakaði og gerendur á brott er lögreglu bar að. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

02:40 Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi að öskra úti á götu í hverfi 104, skömmu síðar kemur önnur tilkynning um ónæði frá sama aðila. Aðilinn vistaður í fangageymslum lögreglu uns vímuástandið rennur af honum.

18:18 Umferðaróhapp í hverfi 220, ekki talin slys á fólki.

18:35 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Laus að lokinni sýnatöku.

20:45 Bifreið rennur í halku og hafnar á rafmagnskassa í hverfi 220, Engin slys á fólki.

17:02 Aðili stöðvaður grunaður um þjófnað úr verslun, reyndist einnig vera með lítilræði af fíkniefnum í sínum fórum

22:13 Tilkynnt um ofurölvi ósjálfbjartga aðila í hverfi 111, aðilinn aðstoðaður við að komast heim.

01:20 Tilkynnt um bílveltu í hverfi 111, ökumður talinn fastur í bifreiðinni en komst út með smá aðstoð, frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.

17:21 Tilkynnt um reyk sem kemur úr Hvalfjarðargöngum, reyndist koma frá pústkerfi bilaðrar bifreiðar. Engin hætta á ferð og ekki talið þörf á aðstoð.

17:45 Tilkynnt ummhugsanlega ölvaðan ökumann að fara á bifreið úr hverfi 110, reyndist ekki á rökum reyst og ökumaður ekki ölvaður.

21:23 Tilkynnt um að aðilar hafi gengið í skrokk á manni í hverfi 112, málið er í rannsókn hjá lögreglu.

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.