FréttirInnlentÝmsar fréttirDýraníðingur treður nöglum í harðfisk

Ritstjórn Fréttatímanns4 vikur síðan3 min

 

,,Búið er að troða nöglum inn með fiskinum og koma þessu fyrir á lóðinni“

Harðfiskurinn fannst á opnu svæði í Hafnarfirði

,,Fann þetta og u.þ.b 10 samskonar harðfiskbúta í vikunni í afgirtum garði við lóðarmörk Langeyrarvegar 10 og Skerseyrarvegs 2 í Hafnarfirði.

Þýskur fjárhundur hefur aðsetur að Langeyrarvegi 10. Búið er að troða nöglum inn með fiskinum og koma þessu fyrir á lóðinni þannig að lítið bæri á. Hundurinn var kominn með einn bút í kjaftinn þegar ég sá að hann var með eitthvað óvenjulegt og athugaði málið. Lóðin er afgirt fyrir almenningi í amk. 30 metra radíus frá staðnum þar sem þetta fannst.

Auglýsing

Hefur einhver orðið var við eitthvað svipað þessu?

En ég vill hvetja dýraeigendur til þess að skoða garðana sína þar sem gæludýr virðast ekki geta verið óhult í eigin garði.

Lögreglan hefur tekið skýrslu um málið og er það til rannsóknar. Allir sem geta hugsanlega veitt upplýsingar um málið er bent á að hafa samband við Lögregluna í Hafnarfirði.“

 

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Paypal og er í bandarískum dollar.