FréttirInnlent100 milljarðar í arðgreiðslur og 450 milljarðar í hagnað – Gullaldarár í sjávarútvegi

Ritstjórn Fréttatímanns4 vikur síðan3 min

 

 ,,Íslenskur almenningur, sem á auðlindina, hefur verið hlunnfarinn“

Ágúst Ólafur Ágústsson

Ágúst Ólafur sagði það fátækleg rök að veiðigjaldið hefði verið lægra við óbreytt lög. Arðgreiðslur í sjávarútvegi á árinu 2018 hafi verið yfir tólf milljarðar og frá árinu 2010 um 100 milljarðar króna. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi kalli þessi ár gullaldarár í íslenskum sjávarútvegi. Þetta kom fram á Alþingi í dag.

Íslenskur almenningur, sem eigi auðlindina, hefði hins vegar verið hlunnfarinn. Hagur sjávarútvegsins hafi batnað um 450 milljarða króna á einum áratug og veiðileyfagjaldið, sem sé gjald fyrir að veiða sameiginlega auðlind þjóðarinnar, sé lítill hlut þess hagnaðar. Þá sagði Ágúst Ólafur það hafa verið upplýsandi að fjármálaráðherra hefði legið á að afnema stimpilgjöld á kaupum á stórum skipum sem komi sér vel fyrir útgerðina á meðan almenningur þurfi enn að greiða stimpilgjöld af fasteignakaupum.

Auglýsing

Telur stóran hluta illa svikinn

Ágúst Ólafur segir að margt í frumvarpinu megi fara betur þó margt af því sé gott. Samfylkingin sé með hógværar tillögur til bóta og hvernig ríkið geti aflað tekna sé vilji til þess.

Ákveðnir hópar séu enn skildir eftir; barnafólk, milli- og lágtekjufólk, öryrkja, aldraða og skólafólk. „Og í rauninni er stór hluti almennings illa svikinn af þessu frumvarpi. Ég veit mæta vel að hér er ekki hægt að gera allt fyrir alla, en hér er svo sannarlega hægt að gera aðeins meira.“

Sjálfstæðisflokkurinn skuldar 430 milljónir – Útgerðin borgar ríkulega til flokksins

Ríkisstjórnin ætlar að fella niður stimpilgjöld á skipa og kvótaeigendur

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Paypal og er í bandarískum dollar.