FréttirInnlentRáðherrar segja af sér vegna Samherjamálsins

Ritstjórn Fréttatímanns4 vikur síðan4 min

 

Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Sacky Shanghala, dómsmálaráðherra landsins, sögðu í dag af sér embætti. Þetta gera þeir í kjölfar uppljóstrana um að þeir og aðilar þeim tengdir hafi þegið greiðslur frá dótturfélögum Samherja til að greiða fyrir því að félögin fengju eftirsóttan kvóta. Rúv fjallar um málið á vef sínum. Þar segir jafnframt:

,,Namibískir fjölmiðlar greina frá afsögn ráðherranna. The Namibian hefur eftir heimildum að Hage Geingob, forseti Namibíu, hafi sagt sínum nánustu aðstoðarmönnum í morgun að Esau og Shanghala yrðu að bregðast rétt við og segja af sér. Fyrr í morgun sagði götublaðið Namibian Sun að Geingob hefði ákveðið að reka ráðherrana.

Samkvæmt gögnum sem lekið var til Wikileaks þáðu sjávarútvegsráðherrann og dómsmálaráðherrann háar fjárhæðir frá félögum í eigu Samherja. Kveikur og Stundin hafa rannsakað gögnin í samstarfi við Al Jazeera Investigates. Samkvæmt því var þetta leið Samherja til að komast yfir eftirsóttan kvóta. Ráðherrarnir voru meðal þeirra sem kallaðir eru hákarlarnir, háttsettir menn í namibíska kerfinu sem gátu beitt áhrifum sínum í þágu Samherja og fyrirtækja þess.“

Auglýsing

,,Ef þú hefur tækifæri til að borga sjávarútvegsráðherra, þá skaltu borga honum strax!“ 

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Paypal og er í bandarískum dollar.