FréttirInnlentRíkisstjórninni ber að senda Namibíumönnum afsökunarbeiðni

Ritstjórn Fréttatímanns4 vikur síðan3 min

KVEIKUR OG WIKILEAKS JARÐA KVÓTAKERFIÐ

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur hefur opnað almenningi sýn inn í hvernig kaupin gerast á eyrinni í kvótakerfinu og einn þeirra íslensku stjórnmálamanna sem tjáði sig strax í gær er Ögmundur Jónasson f.v. alþingismaður sem segir:

,,Einn áhrifamesti sjónvarpsáttur sem ég hef séð var á dagskrá RÚV.

Niðurstaðan er þessi:
A:

Auglýsing

Ég tek ofan fyrir Wikileaks sem kom upplýsingum um sviksemi Samherja á framfæri.
Ég tek ofan fyrir þeim einstaklingum sem fram komu í þættinum og töluðu opinskátt og af heiðarleika, nefni ég þar sérstaklega Jóhannes Stefánsson
Ég tek ofan fyrir þáttagerðarmönnum Kveiks.
B:

Kvótakerfið er gróðrastía spillingar og ber að afleggja eins hratt og löggjafinn getur unnið.
Fyrsta skrefið á að vera að svipta Samherja öllum kvóta.

C: Ríkisstjórninni ber að senda Namibíumönnum afsökunarbeiðni vegna gripdeilda Íslendinga í Namibíu.“

,,Ef þú hefur tækifæri til að borga sjávarútvegsráðherra, þá skaltu borga honum strax!“ 

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Paypal og er í bandarískum dollar.