ErlentFréttirSamherji sagður hafa flutt 8,6 milljarða af skattaskjólsfé í gegnum DNB í Noregi

Ritstjórn Fréttatímanns2 vikur síðan4 min

 

DNB vissi ekki hverjir væru raunverulegir eigendur vafasamra reikninga

Bankinn DNB í Noregi hefur varið nokkrum árum í að loka vafasömum reikningum tengdum gjaldeyrisviðsiptum og skjöl sýna að DNB vissi ekki hverjir væru raunverulegir eigendur umdeildra reikninga sem tengjast peningaþvætti og hneyksli þar sem Samherji á hlut að máli.

Skjölin sem bankinn hefur, innihalda tölvupósta bankans, bankayfirlit, áhættumat viðskiptavina og uppfærslur viðskiptavina. Upplýsingarnar sýna nú hvernig Samherji og dótturfélög þess hafa í gegnum fjölda reikninga í bankanum DNB í Noregi, sent og móttekið stórar fjárhæðir til skattaskjóla. Þar á meðal í Dubai og á skattaskjólseyjum í Kyrrahafi. Norska ríkissjónvarpið greindi frá því.

Auglýsing

,,Í Noregi hefur verið upplýst að margir reikningar í DNB bankanum hafi verið notaðir við stórar millifærslur í málinu sem er mjög flókið. Á Íslandi rannsaka skattrannsóknarstjóri og héraðssaksóknari Samherja vegna  stórhneykslis í Namibíu og mútur gagnvart lykilmönnum.“  Segir Kjerstin R. Braathen starfsmaður DNB.

Kjerstin R. Braathen starfsmaður DNB

,,Bankar í Noregi hafa lög og vinnureglur sem farið er eftir til að hafa eftirlit með reikningum og tilkynna yfirvöldum og loka reikningum ef grunur er um að verið sé að misnota reikninga til glæpsamlegra verka. Þegar Samherja hneykslið var opinberað fyrir tveimur vikum, kom í ljós að fyrirtækið notaði fjöldann af DNB reikningum til að koma peningum fyrir í skattaskjólum.“ Segir Kjerstin R. Braathen.

Þá tilkynnti DNB til norska ríkissjónvarpsins, NRK að árið 2018 hafi bankinn lokað viðskiptasambandi við tvö fyrirtæki. Bankinn vildi ekki nefna þá hvaða fyrirtæki væri um að ræða. Í skjölum er fullyrt að fyrirtækin tvö séu Cape Cod, skráð í skattaskjóli á Marshallseyju, og móðurfyrirtækið JPC Shipmanagement, skráð í fyrrum skattaskjóli á Kýpum. ,,Frá 2011 til 2018 fluttu tvö dótturfyrirtæki Samherja; Esja Seafood Ltd og Noa Pelagic Ltd fjárhæðir sem námu samtals 477 milljónir danskra króna til Cape Cod, í gegnum DNB reikninga í Noregi eða rúmlega 8,6 milljarða ísl. kr.“ Segir í fréttinni.

Bjarni Benediktsson fór á taugum í Þingsal út af Samherjamálinu og rauk út með látum – Myndbönd

 

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Paypal og er í bandarískum dollar.