ErlentFréttirÆtla að leggja kvótakerfið niður í núverandi mynd

Ritstjórn Fréttatímanns3 dagar síðan6 min

 

,,Ríkisendurskoðun gaf kerfinu falleinkun og sagði að allt eftirlit hefði verið í skötulíki“

Fulltrúar allra flokka á danska þinginu, Folketinget, náðu samkomulagi um breytingar á danska fiskveiðistjórnunarkerfinu. Á undanförnum árum hefur mjög stór hluti kvótans safnast á fárra hendur og smábátaútgerð hefur víða lagst af. Nú er ætlunin að vinda ofan af þessu. Þetta kom fram á vef Rúv, þar sem fjallað er ítarlega um málið.
Borgþór Arngrímsson, fréttaritari RÚV í Kaupmannahöfn, sagði tvennt hafa valda því að þingmenn vilji ráðast í breytingar á kvótakerfinu. Í fyrsta lagi mjög mikill urgur í smábátasjómönnum og íbúum lítilla bæja við ströndina sem hafa séð smábátana og tilheyrandi mannlíf hverfa ásamt lífsviðurværi sjómannanna.

Og svo það sem vegi líklega þyngra, sem er skýrsla sem danska ríkisendurskoðunin sendi frá sér í sumar þar sem núverandi kvótakerfið frá 2002 er harðlega gagnrýnt. Í því hafi verið gloppur sem gerði auðugum útgerðarmönnum kleift að komast yfir mikinn kvóta. „Sem dæmi var nefnt að eiginkona útgerðarmanns var skrifuð fyrir smátrillu og hún eignaðist kvóta sem hefði nægt til að fylla trilluna fjórum sinnum á hverjum einasta degi 365 daga ársins. Ríkisendurskoðunin gaf kerfinu falleinkun og sagði að allt eftirlit hefði verið í skötulíki,“ eins og Borgþór greindi frá málinu.

Auglýsing

Þingmenn hrukku við við þessi tíðindi en málið virðist hafa orðið til þess að samstaða náðist um málið í þinginu. Gera má ráð fyrir að miklar breytingar verði á kerfinu.

Grænlendingar breyta kvótakerfinu
,,Þá ætlar grænlenska Landstjórnin að breyta kvótakerfi sem verið hefur í gildi frá 1990 um fiskveiðar við Grænland. Samkvæmt gildandi lögum eru kvótar ótímabundnir og framseljanlegir. Samkvæmt tillögum um nýja fiskveiðilöggjöf sem lögð verður fyrir þingið í Nuuk í haust þá verður þessu breytt og hægt verður að segja upp kvóta með fimm ára fyrirvara. Ætlunin er að auka hlutdeild strandveiða. Það verður meðal annars gert með því að flytja rækjukvóta frá úthafsveiðum og til strandveiðiskipa.

Grænlenska landstjórnin segir að tilgangurinn með nýjum lögum sé að deila fiskveiðiauðlindinni á fleiri þegna og styrkja byggðir landsins og koma í veg fyrir að réttindi til fiskveiða við Grænland safnist á fárra hendur.“ Segir í fréttinni.

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Íslenskir sjómenn, hafnir og íslenska ríkið í heild snuðuð um milljarða?

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Paypal og er í bandarískum dollar.